Hin franska Lucile Randon, sem gerðist nunna árið 1944 og tók þá upp nafnið systir Andre, hefur nú sigrast á CO­VID-19 en hún fagnar 117 ára af­mæli á morgun og er þar með elsta manneskjan sem hefur lifað af CO­VID-19 í Evrópu.

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið greindist hún með veiruna þann 16. janúar síðast­liðinn en fékk enginn ein­kenni og sagðist ekki einu sinni vita af því að hún væri smituð. Hún fór í kjöl­farið í ein­angrun á elli­heimili í suður­hluta Frakk­lands en hefur nú náð sér að fullu.

Tals­maður elli­heimilisins sagði í sam­tali við franska blaðið var-matin að systir Andre hafi verið ein­stak­lega heppna og að hún hafi verið mjög ró­leg í gegnum allt ferlið. Þá virtist hún ekki óttast sjúk­dóminn sjálf en var frekar hrædd um aðra íbúa heimilisins.
Systir Andre fæddist þann 11. febrúar 1904 og er þar með elsta manneskjan í Evrópu og næst elsta manneskja heims. Hún er í dag blind og í hjóla­stól en segist hlakka til að fagna 117 ára af­mæli sínu.