Alls greindust 1.1151 smit innanlands í gær og 145 á landamærunum. Fram kemur á vefnum covid.is að rúmur helmingur eða 53 prósent hafi verið í sóttkví við greiningu.

Alls eru núna um 11 þúsund í einangrun á landinu og 13 þúsund í sóttkví. Af þeim sem eru í einangrun eru um 3.800 börn.

Á vef Landspítalans kemur fram að nú eru 38 þar inniliggjandi með Covid-19 og eru fjórir á gjörgæslu og í öndunarvél.