Alls greindust 115 innan­lands­smit hér á landi í gær. At­hygli vekur að innan við helmingur þeirra sem greindust í gær voru í sótt­kví, eða 43,6% en 56,4% voru utan sótt­kvíar.

Þetta kemur fram í tölum sem birtust á Co­vid.is í morgun.

Ní­tján eru á sjúkra­húsi með veiruna og þar af tveir á gjör­gæslu.

Fjöl­mennasti hópurinn sem nú er í ein­angrun með veiruna eru börn á aldrinum 6 til 12 ára, eða 314 talsins. Þar á eftir kemur aldurs­hópurinn 30 til 39 ára, eða 290. Fjórir ein­staklingar yfir 90 ára eru í ein­angrun með veiruna.