Alls greindust 1200 með CO­VID-19 smit í gær, þar af voru 57 sem greindust sem landa­mæra­smit. Alls voru 575 í sótt­kví. Þetta kemur fram í í bráða­birgðar­tölum frá al­manna­vörnum.

Í dag eru 8400 í ein­angrun og 11.727 í sótt­kví.

Fjöldi PCR sýna sem tekin voru í gær kemur fram á co­vid.is þegar heima­síðan verður upp­færð nk. mánu­dag. Eins og áður þá teljast þessar tölur sem sendar eru út um helgar, sem bráða­birgða­tölur.