110 Co­vid-19 smit greindust í gær, þar af voru tvö smit sem greindust á landa­mærum. Alls voru 52 af þeim sem greindust smitaðir í sótt­kví við greiningu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Al­manna­vörnum og Em­bætti Land­læknis.

Tölur sem gefnar eru út um helgar teljast sem bráða­birgða­tölur og kunna að vera upp­færðar á mánu­dag. Ekki er enn ljóst hve mörg PCR sýni voru tekin.

Nú eru 1470 í ein­angrun og 1888 í sótt­kví. Tíu ein­staklingar hafa greinst með Omíkron af­brigðið á Ís­landi.