Alls greindust 1.133 með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 sem greindust landamærunum. Þetta kemur fram í bráðabirgðartölum frá almannavörnum.
Alls voru 572 í sóttkví. Í dag eru 8480 í einangrun og 11.899 í sóttkví. Samtals eru því 20.379 í einangrun eða sóttkví.
Fjöldi PCR sýna sem tekin voru í gær kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð nk. mánudag. Eins og áður þá teljast þessar tölur sem sendar eru út um helgar, sem bráðabirgðatölur.