Í gær greindust 106 Co­vid-19 smit innan­lands sam­kvæmt upp­færðum tölum á co­vid.is, upp­lýsinga­vef al­manna­varna. Eitt virkt smit greindist á landa­mærunum og var sá einstaklingur ekki bólusettur.

Af þeim smitum sem greindust í gær voru 44 í sótt­kví og 62 utan. Við ein­kenna­sýna­töku greindust 78 og 28 í sótt­kvíar- og handa­hófs­skimun. Upp­lýsingar um bólu­setninga­stöðu þeirra sem smituðust verða gefnar út fyrir klukkan fjögur síð­degis.

Ný­gengi smita innan­lands er 429 en var 419,4 í fyrra­dag. Á landa­mærunum er ný­gengið 5,7 en var 5,5.

Nú eru 2.232 í sótt­kví, 1.023 í skimunar­sótt­kví og 1.384 í ein­angrun. Þá eru 24 á sjúkra­húsi og fjölgaði um sex yfir helgina. Tæp­lega fjögur þúsund sýni voru tekin í gær og var hlut­fall já­kvæðra sýna 4,26 prósent.

Í fyrra­dag greindust 57 smit innan­lands en ekkert á landa­mærunum. Af þeim sem greindust voru 23 í sótt­kví, 71 var full­bólu­settur, bólu­setning hafin hjá tveimur og 33 óbólu­settir. Í fyrra­dag voru um 2.500 sýni tekin en taka ber til­lit til þess að mun færri sýni eru tekin um helgar. Þá voru 18 á sjúkra­húsi, 1.380 í ein­angrun með Co­vid-19, 2.358 í sótt­kví og 1.055 í skimunar­sótt­kví.

Tölur um bólu­setningar hafa ekki verið upp­færðar á vef al­manna­varna síðan á föstu­daginn en þá voru 255.322 ein­staklingar full­bólu­settir og bólu­setning hafin hjá 16.851 til við­bótar.

Fréttin hefur verið upp­færð.