Síðastliðinn sólarhring greindust alls 110 smit, þar af 101 innanlands og níu á landamærum.

Alls voru 39 þeirra sem greindust smitaðir í sótt­kví við greiningu. Af þeim sem greindust innalands voru 68 fullbólusettir, 57 óbólusettir og einn einstaklingur búinn að fá einn skammt.

Samkvæmt vef almannavarna eru nú 1.882 í sóttkví, 130 í skimunarsóttkví og 1.366 í einangrun. Fjöldi innlagðra sjúklinga með staðfest Covid-19 smit er 24. Fimm sjúklingar eru á gjörgæsludeild og af þeim eru fjórir á öndunarvél.

Núverandi bylgja heimsfaraldurs Covid virðist vera á niðurleið hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gott að sjá kúrfuna fara niður á við.

Ómikron afbrigðið svokallaða hefur látið á sér kræla hér á landi síðustu daga en samkvæmt sóttvarnalækni virðast einkennin ekki vera alvarleg. Rannsóknir standa nú yfir til að kanna virkni bóluefna gegn afbrigðinu.