Frá áramótum hafa 90,844 dauðsföll vegna COVID-19 verið tilkynnt í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram ítölulegum upplýsingum frá Johns Hopkins háskóla.

Bandaríkin eru á meðal þeirra ríkja sem hafa orðið hvað verst úti í heimsfaraldrinum, tæplega 26 milljónir manns hafa smitast af veirunni þar í landi en fjöldi dauðsfalla hefur aldrei verið jafn hár og í janúarmánuði.

23,375 dauðsföll voru tilkynnt í vikunni 10. til 16. janúar og 22,652 vikuna þar á eftir.

Samkvæmt Johns Hopkins háskóla hafa nú alls 436,799 einstaklingar látið lífið af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum frá því að faraldurinn hófst.

Bólusetningar gegn COVID-19 hófust í Bandaríkjunum þann 13. desember á síðasta ári. Tíu dögum síðar höfðu fleiri en ein milljón Bandaríkjamanna verið bólusettir en dauðsföll hafa engu að síður aukist.