Í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Audi kynnti V10 5,2 líta FSI vélina í R8 sportbílnum ætlar Audi að framleiða 222 sérmerkt eintök af þessum magnaða bíl í þessum svargráa lit. Til að tryggja sér eintak af þessum bíl þarf að punga út 222.000 evrum en venjulegur Audi R8 V10 Performance kostar 200.000 evrur. 

Audi R8 V10 FSI er 620 hestöfl og aðeins 3,1 sekúndu í 100 km hraða og með hámarkshraðann 331 km/klst. Þessi afmælisútgáfa verður í engu breyttur þar á. Svartur litur verður einkennandi á þessari afmælisútgáfu, bæði að utan og innan og meira að segja er Audi merkið að framan svart en ekki krómað. Svarti liturinn heldur áfram að innan en sætin eru stöguð með bronslitum þræði.