Bílar

10.000 Huracán framleiddir

Lamborghini Huracán er með 10 strokka vél sem ekki styðst við forþjöppu eða rafmagnsmótora og þykir mörgum bílaáhugamanninun það ánægjulegt að einhver bílaframleiðandi skuli ennþá framleiða slíka bíla.

Lamborghini Huracán nr. 10.000 og stoltir starfsmenn Lamborghini að baki.

Fyrir skömmu fögnuðu starfsmenn í verksmiðju Lamborghini í Sant´Agata Bolognese á Ítalíu þeim áfanga að tíuþúsundasti Huracán bíllinn sem þar hefur verið smíðaður rann af færiböndunum. Þessi ofurbíll Lamborghini hefur verið í framleiðslu í 4 ár, en hann leysti af hólmi Gallardo bílinn, sem einnig var og er mjög eftirsóttur bíll. Þessi tiltekni bíll nr. 10.000 fer til ánægðs kaupanda í Kanada. Lamborghini, sem er í eigu Volkswagen Group, átti ágætt söluár í fyrra og seldi til að mynda 2.642 Huracán bíla, eða 12% fleiri en árið á undan. Lamborghini Huracán er með 10 strokka vél sem ekki styðst við forþjöppu eða rafmagnsmótora og þykir mörgum bílaáhugamanninun það ánægjulegt að einhver bílaframleiðandi skuli ennþá framleiða slíka bíla, sem uppá enskuna eru “naturally aspirated”. 

Lamborghini býður einar 6 mismunandi útfærslur Huracán, en Huracán Performante Spyder útfærsla hans var kynnt á bílasýningunni í Genf, sem enn stendur yfir. Lamborghini hefur lýst því yfir að Huracán mun áfram verða með 10 strokka vél án forþjöppu, en líklega innan tíðar verður bíllinn einnig í boði með rafmótorum til aðstoðar brunavél hans, til að minnka eyðslu bílsins og mengun, vegna síharðnandi reglugerða. Kaupendur munu geta valið á milli afturhjóladrifs og framhjóladrifs Huracán. Nýrrar kynslóðar Huracán bílsins er ekki að vænta fyrr en einhver ár verða liðin af næsta áratug. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Volkswagen seldi 6.700 prufubíla

Bílar

Ford C-Max og Grand C-Max undir öxina

Bílar

Audi e-tron forsýndur

Auglýsing

Nýjast

Einn vann 30 milljónir í kvöld

Bára: „Neikvæðu hlutirnir eru líka að síast inn“

Þrumur og eldingar á höfuð­borgar­svæðinu

Leggja fram aðra beiðni um nafnið Zoe á næstu dögum

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Íraki dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Auglýsing