Einn þeirra bíla sem gestir bílasýningarinnar í Genf geta nú augum litið er þessi króatíski rafmagnsbíll frá Rimac. Fáir, eða jafnvel enginn bíll er hraðskreiðari því það tekur hann 1,85 sekúndur að ná 100 km hraða, enda hefur hann til þess 1.888 hestöfl og 2.300 Nm tog. Rimac hyggst framleiða 150 svona bíla, en hann hefur fengið nafnið Rimac C_Two. Ekki kemur fram á hvaða verði þessir bíla verða seldir, en ef að líkum lætur mun það gera flestan meðalmanninn gjaldþrota. 

Hámarkshraði bílsins er 256 km/klst og drægi bílsins með sínum stóru rafhlöðum eru heilir 650 kílómetrar. Skemmst er að minnast þess að Richard Hammond, fyrrum einn þáttastjórnenda í Top Gear, var næstum búinn að drepa sig síðasta sumar í prófunum á Rimac Concept_One rafmagnsbíl, en hann var “aðeins” 1.222 hestöfl.